Færsluflokkur: Enski boltinn

Æfingarleikur við Rangers í kvöld

Það er nú ekki oft sem að ensku úrvalsdeildarliðin spila æfingarleik í miðri viku en þar sem að Liverpool ákvað á seinastu tímabili að ganga illa mest allt tímabilið og komast ekki í Evrópukeppnina að þá var þessi ákvörðun tekin.

Þeir mæta Rangers sem er á toppi Skosku deildarinnar og er sýnd veiði en ekki gefin en samt sem áður mundi ég vilja sjá allavega 0-2 sigur.

Verður skemmtileg ferð fyrir Dalglish að heimsækja Skotland , þar sem að fleiri skilja hann þegar hann talar án þess að þurfa smá tíma til að melta hvað hann sagði.

Hvernig mundi maður stilla upp liðinu??

Held ég mundi gefa öllum þeim sem hafa spilað minna á tímabilinu tækfæri , t.d. Maxi,Coates,Robinson,Flanagan og jafnvel láta Gerrard spila 45 mín. Carroll mundi pottþétt spila og Bellamy.Wilson mundi einnig fá tækifæri til að spila á móti uppeldisliðinu en ég mundi bara leyfa Aurelio að vera eftir heima og jafnvel bara leyfa honum að vera heima hjá sér í Brasilíu.

En samkvæmt Dalglish að þá ætlar hann að mæta með nokkuð sterkt lið sem er líka ágætis mál.

Verður vonandi ágætis skemmtun og vonandi góður undirbúningar fyrir leikinn um helgina gegn Norwich.


Höfundur

Kristján Rúnar Sigurðsson
Kristján Rúnar Sigurðsson
Áhugamaður um jójó knattspyrnuliðið Liverpool sem er frá Englandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband